Ferill 14. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 14 . mál.


Sþ.

14. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um undanþágu frá skólaskyldu og starfstíma grunnskóla.

Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur.



1.     Hve margir starfandi grunnskólar hafa nú undanþágu frá fullri skólaskyldu eða starfstíma skóla, samkvæmt heimild í 5. gr. laga um grunnskóla, nr. 63/1974, með áorðnum breytingum? Svar óskast sundurliðað eftir fræðsluumdæmum.
2.     Hve margir skólanna njóta undanþágu skv. 1. gr. grunnskólalaga annars vegar og 41. gr. hins vegar? Hve lengi hafa þeir haft þessar undanþágur og hvenær falla þær úr gildi?
3.     Hve margir nemendur á aldrinum 7–16 ára njóta nú ekki fræðslu í sínu skólahverfi vegna undanþáguheimilda um skyldu ríkis og sveitarfélaga til „... að halda skóla fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 7 til 16 ára ...“ eins og segir í 1. gr. grunnskólalaga? Svar óskast sundurliðað eftir fræðsluumdæmum.
4.     Hvernig er af hálfu yfirvalda menntamála staðið að fræðslu og aðbúnaði þeirra sem ekki eiga þess kost að stunda skyldunám í sínu skólahverfi?



Skriflegt svar óskast.