Ferill 18. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 18 . mál.


Sþ.

18. Fyrirspurn



til ráðherra Hagstofunnar um fasteignaskatt á Norðurlöndum.

Frá Hreggviði Jónssyni.



1.     Er fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð mismunandi eftir eignaformi, þ.e. einkaeign, félagaeign eða opinberri eign?
2.     Hversu hár er fasteignaskattur í hverju þessara landa fyrir sig og með hvaða hætti er hann reiknaður?
3.     Er til opinbert fasteignamat á íbúðarhúsnæði í þessum löndum og eru allar slíkar eignir á skrá?



Skriflegt svar óskast.