Ferill 41. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 41 . mál.


Sþ.

41. Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um álag á óunninn fisk til útflutnings.

Frá Hreggviði Jónssyni.



    Telur utanríkisráðherra að þau ákvæði í 5. gr. laga nr. 3 8. jan. 1988, að ráðherra geti „ákveðið að afli á ákveðnum fisktegundum, sem fluttur er óunninn á erlendan markað, skuli reiknaður með allt að 15% álagi þegar metið er hversu miklu af aflamarki eða aflahámarki skips er náð hverju sinni“, samrýmist samningum Íslands við GATT, EFTA og EB?