Ferill 81. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 81 . mál.


Sþ.

82. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um niðurgreiðslur úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Frá Agli Jónssyni.



1.    Telur landbúnaðarráðherra heimilt að verja fé úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins til niðurgreiðslu á búvörum á innanlandsmarkaði eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1990?
2.    Ef svo er, hversu miklu fjármagni er fyrirhugað að verja úr Framleiðnisjóði til niðurgreiðslu á þeim 600 tonnum kindakjöts sem sjóðnum er ætlað að tryggja sölu á samkvæmt fjárlagafrumvarpi? Er sjóðurinn fær um að annast þá greiðslu?



Prentað upp.