Ferill 84. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 84 . mál.


Sþ.

85. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um framkvæmd laga um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, nr. 87/1989, um niðurlagningu sjúkrasamlaga.

Frá Guðrúnu Helgadóttur.



1.    Hvað líður undirbúningi að yfirtöku Tryggingastofnunar ríkisins á starfsemi sjúkrasamlaga?
2.    Hvað líður undirbúningi í Reykjavík?
3.    Hvar er fyrirhugað að starfsemin í Reykjavík fari fram?
4.    Hvernig verður staða starfsmanna Sjúkrasamlags Reykjavíkur að því er tekur til ráðningar og launakjara frá 1. janúar 1990?
5.    Er tryggt að Reykvíkingar njóti jafngóðrar þjónustu og verið hefur eftir breytinguna?