Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 180 . mál.


Ed.

313. Breytingartillaga



við frv. til l. um viðauka við lög nr. 44 25. maí 1976, um Fiskveiðasjóð Íslands.

Frá meiri hl. sjávarútvegsnefndar (StG, SkA, KP, JE, GHG).



    Við 1. gr. Greinin orðast svo:
    Við Fiskveiðasjóð Íslands skal starfa sérstök þróunardeild er hefur það hlutverk að veita lán til markaðsmála, rannsókna og þróunarverkefna á öllum sviðum sjávarútvegs. Deildinni er heimilt að veita styrki í sama tilgangi. Í því skyni er stjórn Fiskveiðasjóðs heimilt að leggja deildinni árlega til allt að 1% af eigin fé sjóðsins.