Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 208 . mál.


Ed.

322. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (GuðmÁ, JE, EG, SkA).



1.    Við 1. gr. Á eftir orðinu „tónleikum“ í d-lið bætast við orðin: íslenskum kvikmyndum.
2.    Við 6. gr.
    a.     Orðið „sambærilegra“ í a-lið falli brott.
    b.     Efnismálsliður c-liðar orðist svo: Sala á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns.
3.    Við 13. gr. 2. mgr. a-liðar (ný 42. gr.) orðist svo:
         Endurgreiða skal byggjendum íbúðarhúsnæðis virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað. Endurgreiðslan skal gerð á grundvelli framlagðra reikninga, eigi sjaldnar en á þriggja mánaða fresti, og vera verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu. Jafnframt skal endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt af vinnu manna við endurbætur þess, enda sé heildarkostnaður a.m.k. 7% af fasteignamati húseignarinnar í ársbyrjun. Fjármálaráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessara endurgreiðslna. Á sama hátt skal í reglugerð kveðið á um endurgreiðslu ákveðins hutfalls virðisaukaskatts af verksmiðjuframleiddum íbúðarhúsum.