Ferill 75. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 75 . mál.


Ed.

349. Nefndarálit



um frv. til l. um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði.

Frá minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði var fyrst lagður á árið 1979 sem tímabundin tekjuöflun. Hann hefur síðan verið framlengdur árlega. Álagningarhlutfallið var í upphafi 1,4% en frá árinu 1984 var það 1,1% af fasteignamatsverði verslunar- og skrifstofuhúsnæðis. Á síðasta þingi var hlutfallið hækkað í 2,2%, en í tengslum við kjarasamninga féllst ríkisstjórnin á að lækka skatthlutfallið í 1,5%.
    Ljóst er að fyrirtæki í verslun og þjónustu eiga nú við mikla örðugleika að etja, ekki síst á landsbyggðinni þar sem fasteignagjöld munu hækka verulega á næsta ári. Þessi skattur, sem mismunar fyrirtækjum og er þess vegna afar óréttlátur, lendir fyrst og fremst á þeim fyrirtækjum sem verst standa um þessar mundir.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni flytja breytingartillögu á sérstöku þingskjali þess efnis að álagningarhlutfallið verði 1,1% eins og það var 1984–1988. Verði sú breytingartillaga felld leggja þeir til að frumvarpið verði fellt.

Alþingi, 16. des. 1989.



Halldór Blöndal,


frsm.


Ey. Kon. Jónsson.