Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 208 . mál.


Nd.

385. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

Frá Inga Birni Albertssyni og Hreggviði Jónssyni.



1     C-liður 1. gr. orðist svo:
         Rekstur skóla og menntastofnana, þar með talin starfsemi sérskóla og námskeiðahald, svo og ökukennsla.
2.    Við 6. gr. Við c-lið bætist: svo og íslenskar hljómplötur, snældur og geisladiskar.
3.    Við 7. gr. Við bætist nýr liður, a-liður, er orðist svo:
         Skattskyld velta á hverju uppgjörstímabili, sbr. 24. gr., telst heildarskattverð allra greiddra vara sem afhentar hafa verið, svo og heildarskattverð allrar skattskyldrar vinnu og þjónustu sem greidd hefur verið á tímabilinu.
4.    Við 8. gr. Greinin orðist svo:
         14. grein laganna orðist svo:
         Virðisaukaskattur skal lagður á með tveimur skattþrepum og skulu þau ákveðin í fjárlögum ár hvert. Hið lægra virðisaukaskattsþrep, sem ekki má vera hærra en 6%, skal notað við álagningu á matvæli og aðrar helstu nauðsynjavörur heimilanna samkvæmt nánari skilgreiningu í reglugerð. Allar aðrar vörur og þjónusta, svo og annað sem er virðisaukaskattsskylt samkvæmt lögum þessum, skulu bera skatt samkvæmt hærra þrepinu sem ekki má vera hærra en 24,5%.
5.    Við 9. gr. bætist: Orðin „fyrir fram“ í 3. málsl. 1. mgr. 20. gr. laganna falli brott.
6.    Við 11. gr. Greinin orðist svo:
         Á eftir 7. mgr. 27. gr. laganna komi ný málsgrein er orðist svo:
         Heimilt er hverjum skattskyldum aðila að greiða fyrir fram áætlaðan virðisaukaskatt einu sinni á ári. Fullnaðaruppgjör þess tímabils skal gert upp með uppgjöri næsta tímabils. Sé fyrirframgreiðsla vanáætluð umfram 5% er heimilt að leggja á álag skv. 2. mgr. 27. gr. af vangreiddum skatti.
7.    Við 13. gr., a-lið (ný 42. gr.).
    a.    3. málsl. 2. mgr. orðist svo: Jafnframt skal endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt af vinnu manna við viðhald og/eða endurbætur þess, enda sé heildarkostnaður a.m.k. 3% af fasteignamati húseignarinnar í ársbyrjun.
    b.    Við bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                 Fjármálaráðherra getur ákveðið með reglugerð að fella niður virðisaukaskatt af tækjum og búnaði til íþróttafélaga, hjálpar- og björgunarsveita.