Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 1 . mál.


Sþ.

424. Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1990.

Frá fjárveitinganefnd.



    Við 6. gr.
a. Við 1.2. Liðurinn orðist svo:
    1.2     Að ákveða að Póst- og símamálastofnunin innheimti ekki stofngjöld og afnotagjöld (fastagjöld) síma árið 1990 hjá allt að 50 blindum mönnum, eftir tilnefningu Blindrafélagsins í Reykjavík. Menn þessir séu fyrirvinnur heimilis eða vinni einir á vinnustað.
b. Við 1.3. Liðurinn orðist svo:
    1.3     Að ákveða að Póst- og símamálastofnunin innheimti ekki stofngjöld og afnotagjöld (fastagjöld) síma árið 1990 hjá allt að 50 fötluðum mönnum, eftir tilnefningu Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra.
c. Við bætist nýir liðir:
    3.4     Að fella niður stimpilgjöld vegna kaupa Flugleiða hf. á Boeing 737-400 og Boeing 757-200 þotum.
    3.5     Að fella niður eða endurgreiða stimpilgjöld af hlutabréfum, sem gefin eru út á árunum 1989 og 1990, í sambandi við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja með aðild Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar.
d. Við 4.8. Liðurinn fellur brott.
e. Við 4.9. Liðurinn fellur brott.
f. Við 4.22. Liðurinn orðist svo:
    4.22     Að selja húseignir í eigu Skógræktar ríkisins og kaupa aðrar sökum breytinga á aðstöðu vegna flutnings aðalstöðva Skógræktar ríkisins á Fljótsdalshérað, að höfðu samráði við fjárveitinganefnd.
g. Við 4.23. Liðurinn orðist svo:
    4.23     Að selja íbúðarhús í eigu Einangrunarstöðvarinnar í Hrísey, að höfðu samráði við fjárveitinganefnd.
h. Við 4.29. Liðurinn orðist svo:
    4.29     Að selja vitaskipið Árvakur.
i. Við bætist nýir liðir:
    4.35     Að selja núverandi sýslumannsbústað í Vík í Mýrdal og verja andvirðinu til þess að kaupa annan hentugri í staðinn.
    4.36     Að selja hluta ríkisins í húseigninni Víkurbraut 42, Grindavík.
    4.37     Að selja eignarhluta ríkisins í fasteigninni Gránugötu 18 á Siglufirði.
    4.38     Að selja eignarhluta ríkisins í fasteigninni Álfheimum 74 í Reykjavík.
    4.39     Að selja húseignina Tjarnargötu 5A í Reykjavík.
    4.40     Að selja fasteignina Funahöfða 7 í Reykjavík.
    4.41     Að selja gamalt áhaldahús Vegagerðar ríkisins í Stykkishólmi.
    4.42     Að selja læknisbústað sjúkrahússins á Selfossi og verja andvirðinu til þess að kaupa annan hentugri í staðinn.
    4.43     Að selja núverandi prestsbústað á Skagaströnd og verja andvirði hans til þess að kaupa annan hentugri í staðinn.
    4.44     Að selja núverandi embættisbústað heilsugæslustöðvarinnar í Austur-Skaftafellssýslu og verja andvirðinu til þess að kaupa annan hentugri í staðinn.
j. Við 5.6. Liðurinn orðist svo:
    5.6     Að kaupa húseignir í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík og taka til þess nauðsynleg lán, að höfðu samráði við fjárveitinganefnd.
k. Við 5.7. Liðurinn fellur brott.
l. Við 5.10. Liðurinn orðist svo:
    5.10     Að selja núverandi húsnæði fyrir varamann sendiherra í Washington og kaupa annað minna í staðinn og verja mismun söluverðs og kaupverðs ásamt andvirði eldra húss þar, sem þegar hefur verið selt, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á skrifstofuhúsnæði sendiráðsins í Washington.
m. Við 5.11. Liðurinn fellur brott.
n. Við 5.14. Liðurinn orðist svo:
    5.14     Að kaupa húsnæði til nota fyrir embætti sýslumanns á Blönduósi og taka til þess nauðsynleg lán, að fengnu samþykki fjárveitinganefndar.
o. Við 5.18. Liðurinn fellur brott.
p. Við 5.19. Liðurinn fellur brott.
q. Við 5.24. Liðurinn fellur brott.
r. Við bætist nýir liðir:
    5.27     Að kaupa húseignina Ægisgötu 5 á Blönduósi og taka til þess nauðsynleg lán.
    5.28     Að kaupa flugskýli af flugfélaginu Erni á Ísafirði og taka til þess nauðsynleg lán, að fengnu samþykki fjárveitinganefndar.
    5.29     Að neyta forkaupsréttar og kaupa 2,77% eignarhluta í fasteigninni Skipholt 37 í Reykjavík til afnota fyrir Kennaraháskóla Íslands og taka til þess nauðsynleg lán.
    5.30     Að kaupa fasteignir í nágrenni Arnarhvols í Reykjavík fyrir Stjórnarráð Íslands og taka til þess nauðsynleg lán, að fengnu samþykki fjárveitinganefndar.
    5.31     Að kaupa íbúðarhúsnæði á Reykjum í Ölfusi fyrir Garðyrkjuskóla ríkisins.
    5.32     Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og taka til þess nauðsynleg lán, að fengnu samþykki fjárveitinganefndar.
    5.33     Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Iðnskólann í Reykjavík og taka til þess nauðsynleg lán.
    5.34     Að kaupa húsnæði fyrir fiskeldisstöð á Kirkjubæjarklaustri og taka til þess nauðsynleg lán.
    5.35     Að kaupa húsnæði fyrir starfsmann Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík og taka til þess nauðsynleg lán.
    5.36     Að kaupa húsnæði fyrir heilsugæslulækni á Patreksfirði og taka til þess nauðsynleg lán.
    5.37     Að kaupa húsnæði fyrir heilsugæslulækni á Fáskrúðsfirði og taka til þess nauðsynleg lán.
    5.38     Að kaupa húsnæði fyrir starfsemi Myndlista- og handíðaskóla Íslands og taka til þess nauðsynleg lán, að fengnu samþykki fjárveitinganefndar.
s. Við bætist nýir liðir:
    6.15     Að afhenda Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, til nota við fræverkunarstöð, fasteignir ásamt vélbúnaði og tækjum í eigu grænfóðurverksmiðjunnar Fóður og fræ í Rangárvallasýslu.
    6.16     Að taka lán vegna kaupa Landhelgisgæslunnar á leitarratsjá í TF-SYN.
    6.17     Að selja Andakílsárvirkjun u.þ.b. tveggja km langa 66 kílóvolta línu milli Vatnshamra og Andakílsárvirkjunar, sem nú er í eigu Rafmagnsveitna ríkisins, og hluta af byggðalínustöðinni á Vatnshömrum í Borgarfjarðarsýslu.
    6.18     Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af sjálfvirkum símstöðvum, fjölsímum, jarðsímum og radíótækjum sem flutt eru til landsins á vegum Póst- og símamálastofnunar. Fjármálaráðuneyti setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.
    6.19     Að draga úr starfsemi ríkisstofnana og ráðuneyta með því m.a. að draga úr yfirvinnu og takmarka nýráðningar og endurráðningar enn frekar en fjárlög gera ráð fyrir.
    6.20     Að semja við Grýtubakkahrepp um uppgjör vegna skólamannvirkja.
    6.21     Að endursemja um söluverð og skilmála vegna eftirstöðva af söluverði fasteignarinnar Síðumúla 34 í Reykjavík, að tilskildu samþykki fjárveitinganefndar.
    6.22     Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld af aðföngum vegna byggingar nýrrar vatnsveitu hjá Vatnsveitu Suðurnesja sf.