Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 289 . mál.


Sþ.

523. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um meðferð myndbandamálsins.

Frá Guðmundi Ágústssyni.



1.     Hve margir eigendur myndbandaleigufyrirtækja voru ákærðir og hve margir voru dæmdir til refsingar í framhaldi af aðgerðum lögreglu í desember 1986 og janúar 1987?
2.     Hve mörg myndbönd voru gerð upptæk í áðurnefndum tveimur aðgerðum?
3.     Hve mörg myndbandanna hafa verið gerð upptæk með dómi?
4.     Samkvæmt 1. tölul. 81. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 54. gr. höfundalaga nr. 73 frá 1972, er fyrningartími brota af þessu tagi tvö ár og þar með liðinn. Mun dómsmálaráðherra beita sér fyrir því að myndböndum verði skilað til eigenda í þeim tilvikum sem ekkert hefur verið aðhafst? Ef ekki, má þá búast við því að rannsókn verði haldið áfram og krafa gerð um eignaupptöku sérstaklega af hálfu ákæruvaldsins?