Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 294 . mál.


Sþ.

528. Fyrirspurn



til forsætisráðherra um listaverk í eigu banka og sjóða.

Frá Finni Ingólfssyni.



1.    Hvaða myndverk eru í eigu eftirtalinna stofnana hverrar um sig: Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka Íslands, Útvegsbanka Íslands, þ.e. þau listaverk er bankinn átti við yfirtöku Útvegsbanka Íslands hf. á eignum ríkisbankans og síðan við yfirtöku Íslandsbanka hf., Framkvæmdasjóðs Íslands, Byggðastofnunar, Fiskveiðasjóðs, Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Iðnþróunarsjóðs, Iðnlánasjóðs og Seðlabanka Íslands?
         Hver er höfundur myndverks eða skúlptúrs, hvert er nafn á myndverki eða mótífi, hver er stærð myndflatar í sentímetrum, hvert er ártal, ef vitað er, sem og tegund viðkomandi myndverks (olíumálverk, vatnslitamyndir, o.s.frv.)?
2.    Hvert er áætlað markaðsverð þeirra listaverka hvers um sig sem upp eru talin í 1. lið? Ef ekki liggur fyrir mat sérfræðinga hvert er áætlað mat hlutaðeigandi umsjónarmanna?
3.    Hvaða vinnureglur gilda um kaup fyrrgreindra stofnana á listaverkum, bæði hvað varðar þá fjármuni sem árlega er varið til kaupa á listaverkum sem og um listfræðilegt mat á því sem keypt er?
4.    Óskað er eftir upplýsingum um hvort og þá hvaða verk hafa verið seld, gefin eða látin frá viðkomandi stofnun sl. fimm ár og hvert var tilefni þess að viðkomandi listaverk var látið af hendi.
5.    Hvaða reglur gilda um verðlagningu á þeim verkum sem hver stofnun kýs að selja aftur eftir að listaverk kemst í hennar eigu? Hver eða hverjir hafa heimild til að selja eða skipta á verkum í eigu stofnunarinnar?
6.    Er listaverkaeign stofnananna metin í ársreikningum og ef svo er, hvaða matsaðferðum er beitt?
7.    Liggur fyrir í áðurgreindum stofnunum nákvæmur eignalisti yfir þau listaverk er stofnunin á? Er tilvist listaverkanna staðfest árlega af löggiltum endurskoðanda?
8.    Hvaða stefnu hefur hver stofnun hvað það varðar að færa myndverk til milli útibúa og afgreiðslustaða þannig að sem flestir landsmenn fái notið listaverkanna?
9.    Óskað er eftir að kannað sé hvort hlutafélagsbankar séu tilbúnir til þess að veita upplýsingar um það sem spurt er um í 1. og 8. lið og fylgi þau svör með ef hlutaðeigandi eru tilbúnir að veita þær upplýsingar sem lið í því að veita betri yfirsýn yfir hvar ýmsar bestu perlur íslenskrar listsköpunar eru niðurkomnar.



Skriflegt svar óskast.