Ferill 298. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 298 . mál.


Nd.

533. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 74/1974, um meðferð opinberra mála.

Flm.: Finnur Ingólfsson, Páll Pétursson, Kristín Einarsdóttir,


Árni Gunnarsson, Ásgeir Hannes Eiríksson.



1. gr.

    Við 2. gr. laganna bætist nýr töluliður er orðist svo:
    Mál sem höfðað er af hálfu ríkisvaldsins til atvinnurekstrarbanns samkvæmt lögum um tímabundið bann við atvinnurekstri einstaklings vegna afbrota.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1991.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta fylgir frumvarpi til laga um tímabundið bann við atvinnurekstri einstaklings vegna afbrota og er lagt fram samhliða því. Þar er gert ráð fyrir því að mál samkvæmt lögunum verði rekin að hætti opinberra mála samkvæmt lögum nr. 74 frá 1974. Rétt þykir að kveða einnig á um það í þeim lögum.
    Gildistökuákvæði er hið sama og í frumvarpi til laga um tímabundið atvinnurekstrarbann.