Ferill 324. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 324 . mál.


Sþ.

567. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um félagslegar aðgerðir fyrir fanga og aðbúnað þeirra.

Frá Guðrúnu Agnarsdóttur.



1.     Hvaða undirbúningur er veittur í fangelsum þeim sem ljúka refsivistardómi eða losna úr fangelsi gegn skilyrðum?
2.     Hvaða félagslegur stuðningur er í boði fyrir þá sem fá ákærufrestun eða skilorðsbundna dóma?
3.     Hvað hefur verið gert til að bæta það ófremdarástand sem ríkir í aðbúnaði fanga?
4.     Hefur verið fundið fangelsishúsnæði í stað hegningarhússins við Skólavörðustíg?
5.     Ef svo er, hvenær verður flutt í það húsnæði?
6.     Hvaða úrbætur hafa verið gerðar á fangelsishúsnæðinu að Litla-Hrauni? Hvaða úrbætur eru fyrirhugaðar þar?
7.     Hve margir öryggisgæslufangar, sem hafa verið úrskurðaðir ósakhæfir, eru í fangelsum landsins?
8.     Hvað hefur verið reynt til að vista þá í viðeigandi stofnun?