Ferill 380. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 380 . mál.


Nd.

655. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald.

(Lagt fyrir Alþingi á 112. löggjafarþingi 1989–90.)



1. gr.

    Við lögin komi ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 3. gr. skal gjalddagi bifreiðagjalds, vegna gjaldtímabilsins 1. janúar til 30. júní 1990, vera 1. apríl 1990.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, þar sem gert er ráð fyrir hækkun á bifreiðagjaldi á árinu 1990. Ekki tókst að afgreiða umrætt frumvarp frá Alþingi sem lög fyrir síðustu áramót og var af þeim sökum samþykkt með lögum nr. 125/1989 að fresta gjalddaga bifreiðagjalds til 1. mars 1990, enda gæfist þá tími til að fjalla um frumvarpið. Frumvarpið verður tekið til meðferðar í marsmánuði. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fresta gjalddaga bifreiðagjalds til 1. apríl nk. svo að Alþingi gefist tími til að afgreiða umrætt frumvarp eða gera á því breytingar.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Samkvæmt þessari grein er kveðið á um það að gjalddagi bifreiðagjalds skuli vera 1. apríl 1990 vegna gjaldtímabilsins 1. janúar 1990 til 30. júní í stað 1. mars 1990.

Um 2. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.