Ferill 384. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 384 . mál.


Sþ.

673. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um reglugerð um leigubifreiðar.

Frá Guðmundi Ágústssyni.



1.     Var með þeirri reglugerð, sem sett var 1. júlí sl. með heimild í lögum um leigubifreiðar, tekið af skarið um það hvað telst til fólksflutninga og hvað vöruflutninga? Kemur fram í sömu reglugerð sá vilji Alþingis að skýr verkaskipting sé á milli þeirra er flytja fólk og þeirra er flytja varning?
2.     Stendur til að breyta reglugerðinni um leigubifreiðar með tilliti til laga um virðisaukaskatt þar sem þeim er stunda vöruflutninga er gert að greiða virðisaukaskatt en þeir er stunda fólksflutninga eru undanþegnir virðisaukaskatti?