Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 409 . mál.


Sþ.

714. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um stöðu jafnréttismála í ráðuneytum Stjórnarráðsins.

Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur.



1.     Hve mörg stöðugildi eru í hverju ráðuneyti fyrir sig? Hvernig skiptast þau á milli starfsheita og hvernig dreifast þau starfsheiti á milli kynjanna?
2.     Hvernig er dreifing starfsfólks ráðuneyta á launaflokka? Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneytum og kynjum.
3.     Hversu há fjárhæð var greidd fyrir yfirvinnu starfsfólks í ráðuneytum á síðasta ári? Hvernig skiptist sú fjárhæð milli ráðuneyta? Svar óskast sundurliðað eftir launaflokkum og kynjum.
4.     Hversu margir fatlaðir einstaklingar starfa nú í einstökum ráðuneytum? Hvernig dreifast þeir á launaflokka? Svar óskast sundurliðað eftir kynjum.



Skriflegt svar óskast.