Ferill 499. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 499 . mál.


Sþ.

875. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis um störf bankaeftirlitsins að málefnum verðbréfasjóðs Ávöxtunar sf.

Frá Guðmundi Ágústssyni.



1.    Er viðskiptaráðherra samþykkur áliti bankaráðs Seðlabankans að vísa eigi á bug niðurstöðu umboðsmanns Alþingis um störf bankaeftirlitsins að málefnum Ávöxtunar sf.?
2.    Má búast við því að ráðherra láti fara fram sjálfstæða athugun á störfum bankaeftirlitsins í áðurgreindu máli? Mun viðskiptaráðherra á einhvern hátt beita sér fyrir því að Seðlabankinn reyni að semja við það fólk sem sannanlega hefur orðið fyrir stórfelldu tjóni sem a.m.k. að einhverju leyti má rekja til vanrækslu bankaeftirlitsins að dómi umboðsmanns?
3.    Telur ráðherra að núverandi lög um verðbréfaviðskipti leggi fébótaábyrgð á Seðlabankann ef vítaverð vanræksla á sér stað af hálfu bankans við eftirlit með verðbréfasjóði sem verður gjaldþrota?