Ferill 515. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 515 . mál.


Sþ.

901. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um táknmál heyrnarlausra.

Frá Þórhildi Þorleifsdóttur.



1.     Eru uppi áform um að viðurkenna íslenskt táknmál sem sérstakt og sjálfstætt mál og þá jafnframt að viðurkenna heyrnarlausa sem málminnihlutahóp, sbr. ályktun Evrópuþingsins 17. júní 1988, og táknmál sem móðurmál (fyrsta mál) hans?
2.     Ef svo er, hvaða ráðstafanir verða gerðar í framhaldi af því til að styrkja stöðu táknmáls í uppeldi og menntun heyrnarlausra?
3.     Ef svo er ekki, með hvaða hætti telur ráðuneytið unnt að skapa heyrnarlausum börnum þroskavænlegt umhverfi og kennslu við hæfi?