Ferill 386. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 386 . mál.


Nd.

1138. Breytingartillögur



við frv. til l. um skipan prestakalla og prófastdæma og um starfsmenn þjóðkirkju Íslands.

Frá Ólafi Þ. Þórðarsyni.



1.     Við 4. gr. Greinin orðist svo:
             Ráðherra er heimilt að stofna nýtt prestakall eða breyta mörkum prestakalla eftir tillögu biskups og að fengnu samþykki þriggja fjórðu hluta atkvæðisbærra manna á héraðsfundi og aðalsafnaðarfundi viðkomandi sókna eða safnaðarráðs, sbr. 2. gr.
2.     Við 6. gr. Greinin falli brott.
3.     Við 8. gr. 2. mgr. falli brott.
4.     2. tölul. ákvæða til bráðabirgða orðist svo:
             Til þess að sameining prestakalla geti orðið skv. 1. gr. skal fyrst fá samþykki þriggja fjórðu hluta atkvæðisbærra manna á fundi í hvoru eða hverju prestakalli fyrir sig. Til þess fundar skal boðað á sannanlegan hátt og getið sé um fundarefni í fundarboði.