Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 348 . mál.


Sþ.

1197. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Hreggviðs Jónssonar um álagningu fasteignagjalda 1990.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
     Hve hátt er hlutfall álagðra fasteignagjalda 1990 af fasteignamati annars vegar íbúðarhúsnæðis, sbr. a-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, og hins vegar annars húsnæðis, sbr. b-lið sömu greinar, og hve hátt verður þetta hlutfall þegar með eru talin álögð öll önnur gjöld af fasteignum, þ.e. vatnsskattur, holræsagjald, lóðarleiga, sorphreinsun, tunnuleiga o.s.frv. Óskað er eftir að hlutfallið sé sýnt sérstaklega í hverjum
a.     kaupstað,
b.     hreppi með yfir 200 íbúa,
c.     hreppi með undir 200 íbúa?
    Félagsmálaráðuneytið óskaði eftir því með bréfi, dags. 27. febrúar sl., að Samband íslenskra sveitarfélaga annaðist öflun upplýsinga vegna fyrirspurnar á þingskjali 605 frá Hreggviði Jónssyni um álagningu fasteignagjalda 1990. Talsverðan tíma tók að afla þessara upplýsinga þar sem þær lágu ekki fyrir á þessum tíma hjá sambandinu enda mörg sveitarfélög sem þá höfðu ekki lokið álagningu fasteignagjalda. Rétt er að geta þess að upplýsingar þær, sem komu frá sambandinu varðandi þetta efni, eru ekki tæmandi.


TAFLA 1 (Ekki til tölvutæk.)






TAFLA 2 (Ekki til tölvutæk.)