Ferill 520. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 520 . mál.


Nd.

1212. Breytingartillögur



við frv. til l. um Búnaðarmálasjóð.

Frá landbúnaðarnefnd.



1.    Við 2. gr. C-liður falli brott.
2.    Við 4. gr. 1. mgr. orðist svo:
         Tekjum af búnaðarmálasjóðsgjaldi, sem innheimt er skv. 1. gr. og A- og B-liðum 2. gr. skal skipt þannig:
                            Greiðsla    Greiðsla
                            af A-flokki    af B-flokki
                            skv. 2. gr.    skv. 2. gr.
    Til Stéttarsambands bænda .....................         0,100%    0,250%
    Til búnaðarsambanda ...........................         0,250%    0,500%
    Til búgreinafélaga ............................         0,075%    0,075%
    Til Búnaðarfélags Íslands .....................         0,025%    0,075%
    Til Stofnlánadeildar landbúnaðarins ...........         0,100%    0,200%
    Til forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum,
         sbr. lög nr. 32/1979 ......................         0,200%    0,400%

3.    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
         Þrátt fyrir ákvæði 2. og 4. gr. laganna getur landbúnaðarráðherra heimilað búgreinafélagi annarra greina en sauðfjár- og nautgriparæktar að innheimta allt að 1,0% gjald í stað 0,075% skv. 4. gr., enda liggi fyrir meirihlutasamþykkt viðkomandi búgreinafélags og samþykki Stéttarsambands bænda. Ákvörðun þessi gildi til eins árs í senn.
4.    Við bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða (II og III) svohljóðandi:
         a. (II.) Þar til fram hefur farið endurskoðun á lögum nr. 32/1979, um forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum, skal yfirstjórn forfallaþjónustunnar falin þriggja manna stjórn. Skal einn tilnefndur af Búnaðarfélagi Íslands, einn af Stéttarsambandi bænda og einn af búnaðarsamböndunum sameiginlega.
         b. (III.) Þrátt fyrir ákvæði 8. gr. skal Stofnlánadeild landbúnaðarins halda tekjum eins og orðið hefðu að óbreyttum lögum til 30. nóvember 1990. Skal Búnaðarmálasjóður því greiða Stofnlánadeild þær tekjur sem ella hefðu runnið þangað mánuðina september, október og nóvember 1990.