Ferill 352. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 352 . mál.


Nd.

1264. Breytingartillögur



við frv. til l. um stjórn fiskveiða.

Frá Stefáni Valgeirssyni.



1.     Við 7. gr. 2. mgr. og 3. mgr. orðist svo:
             Veiðiheimildum á þeim tegundum, sem heildarafli er takmarkaður af á hverjum tíma, skal úthlutað til einstakra skipa og fiskvinnslustöðva. Skal hverju skipi og hverri vinnslustöð úthlutað tiltekinni hlutdeild af leyfðum heildarafla tegundarinnar. Nefnist það aflahlutdeild skips og aflahlutdeild fiskvinnslustöðvar og helst hún óbreytt milli ára, sbr. þó 5. málsl. þessarar málsgreinar. Skal 30% veiðiheimilda á þeim tegundum, sem heildarafli er takmarkaður á, úthlutað til fiskvinnslustöðva en 70% til fiskiskipa. Við ákvörðun hlutdeildar einstakra skipa og fiskvinnslustöðva í botnfiskafla skal árlega áætla þann afla sem er utan aflamarks á grundvelli heimilda í 1. málsl. 6. mgr. 10. gr.
             Aflamark skips og aflamark fiskvinnslustöðvar á hverju veiðitímabili eða verkið ræðst af leyfðum heildarafla viðkomandi tegundar og hlutdeild skipsins og fiskvinnslustöðvarinnar í þeim heildarafla skv. 2. mgr., sbr. þó ákvæði 9. gr. Skal sjávarútvegsráðuneytið senda tilkynningu vegna hvers skips og hverrar fiskvinnslustöðvar um aflamark í upphafi veiðitímabils eða vertíðar.
2.     Við 10. gr. bætast tveir nýir málsliðir svohljóðandi: Ráðherra getur ákveðið að einungis sé heimilt að flytja út sem óunninn afla tiltekið hlutfall af árlegu aflamarki fiskiskips og fiskvinnslustöðvar. Þá getur ráðherra ákveðið að heimilt sé að framselja útflutningsheimildir milli handhafa þeirra.
3.     Við 11. gr. 2. og 3. mgr. orðist svo:
             Við eigendaskipti að fiskiskipi og fiskvinnslustöð fylgir aflahlutdeild, enda sé fullnægt ákvæðum 3. og 4. mgr. þessarar greinar.
             Ekki er heimilt að framselja aflahlutdeild fiskiskips eða fiskvinnslustöðvar nema til fiskiskips eða fiskvinnslustöðvar innan sama sveitarfélags.
4.     Við 12. gr. 3. mgr. orðist svo:
             Annar flutningur á aflamarki er óheimill.
         Nýtt ákvæði til bráðabirgða IX:
             Aflahlutdeild fiskvinnslustöðva skal fundin þannig að lagður er saman allur afli fiskvinnslustöðva sem móttekinn var til vinnslu árin 1987, 1988 og 1989. Síðan er mótteknum afla einstakra fiskvinnslustöðva í þessi þrjú ár deilt upp í heildartöluna.
             Hafi fiskvinnslustöð hætt starfsemi sinni vegna gjaldþrots fyrir árslok 1988 skal reikna aflahlutdeild hennar fyrir árin 1987 og 1988 og bætist hún við aflahlutdeild þeirra fiskvinnslustöðva sem eftir eru í sveitarfélaginu.