Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 519 . mál.


Ed.

1294. Nefndarálit



um frv. til l. um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.

Frá meiri hl. sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað ítarlega um frumvarpið á þeim skamma tíma sem henni hefur gefist til þess. Á fund nefndarinnar komu Árni Kolbeinsson og Ólafur Klemensson frá Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins, Kristján Ragnarsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sigurður Haraldsson frá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda, Bjarni Lúðvíksson frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Árni Benediktsson frá Félagi Sambandsfiskframleiðenda og Lárus Jónsson frá Félagi rækju- og hörpudiskframleiðenda.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að gerð verði breyting á 3. gr. frumvarpsins þannig að ákvörðun um deildaskiptingu sjóðsins verði með sama hætti og upphaflega var ráð fyrir gert í frumvarpinu.
    Leggur meiri hl. til að frumvarpið verði samþykkt með þessari breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Guðmundur Ágústsson sat fundi nefndarinnar og er samþykkur þessari afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. maí 1990.



Stefán Guðmundsson,


form., frsm.


Danfríður Skarphéðinsdóttir,


fundaskr.


Karvel Pálmason.


Jóhann Einvarðsson.


Skúli Alexandersson.