Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði
Mánudaginn 17. desember 1990


     Umhverfisráðherra (Júlíus Sólnes) :
    Virðulegi forseti. Þetta mál sem hér er á dagskrá, þ.e. sérstakur skattur á verslunar - og skrifstofuhúsnæði, er mál sem mér hefur ævinlega þótt svolítið erfitt og snúið. Ég er ekki sérlega hlynntur því að ákveðin starfsemi sé skattlögð umfram aðra. Hins vegar er nú til umræðu í ríkisstjórninni að endurskipuleggja skattlagningu fyrirtækja, bæði hvað varðar fasteignagjöld, launatengd gjöld og ýmislegt fleira. Í trausti þess að þessi óvinsæli skattur muni eftir þá endurskoðun hverfa og heyra sögunni til segi ég já.