Dómsmálaráðherra (Óli Þ. Guðbjartsson) :
    Hæstv. forseti. Enda þótt þessi væntanlega löggjöf sem hér er unnið að sé vísast hin vandasamasta og miklu skipti að til hennar sé vandað svo sem kostur er, þá vil ég taka undir það sem bæði hefur komið fram í máli fyrirspyrjanda og hv. 6. þm. Reykv. að dráttur sá, sem orðið hefur á þessu nefndarstarfi, er óhæfilegur og ég vil bara lýsa því yfir að ég mun leggja á það áherslu eins og mér er unnt og í mínu valdi stendur að nefndarstarfinu verði hraðað og málslok verði sem fyrst.