Fyrirspyrjandi (Kristín Einarsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég vildi einungis upplýsa það hér, þar sem verið var að ræða hér að ríkisstjórnin hafi lagt fram frv. sem ótvírætt taki á yfirráðarétti Íslendinga yfir háhitasvæðum eða jarðvarmanum, þá er í fyrsta lagi rétt að það hefur komið fram frv. frá iðnrn. inn í iðnn. í tengslum við frv. sem lagt hefur verið fram hér á Alþingi, en það er ekki samstaða innan iðnn. um hvernig með málið skuli farið. Þetta mál er því í algeru uppnámi, því miður. Þess vegna finnst mér að það verði að taka alvarlega á þessu máli. Við höfum ekki mjög langan tíma, virðulegur forseti, þangað til að ætlað er að þinginu ljúki. Það er ekki nema liðlega mánuður og það er allt of lítill tími ef ekki er strax farið að vinna í málinu og eitthvað ákveðið kemur fram um hvernig á þessu máli skuli tekið.