Skipan prestakalla og prófastsdæma
Þriðjudaginn 12. febrúar 1991


     Rannveig Guðmundsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 590 um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 62/1990, um skipan prestakalla og prófastsdæma og starfsmenn þjóðkirkju Íslands, frá allshn.
    Nefndin hefur rætt frv. og leggur einróma til að það verði samþykkt. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir var fjarstödd afgreiðslu málsins en undir nál. rita Jón Kristjánsson, Ólafur G. Einarsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Friðjón Þórðarson, Ingi Björn Albertsson og Guðni Ágústsson.