Skipulagsnefnd um öryggis- og varnarmál
Fimmtudaginn 07. mars 1991


     Fyrirspyrjandi (Hjörleifur Guttormsson) :
    Virðulegur forseti. Ekki hafði hæstv. utanrrh. manndóm í sér til að biðja afsökunar hér úr þessum ræðustóli á röngum fullyrðingum og röngum upplýsingum varðandi þetta mál. Í öðru lagi vek ég athygli á því að báðir ráðherrar hafa ekki fyrir því að upplýsa hvaða fulltrúar hins erlenda herliðs hafi verið skipaðir í umrædda nefnd. Það á enn að liggja í þagnargildi. Það er kannski skiljanlegt að þeir kinoki sér við að upplýsa það að ráðuneyti þeirra sé að skipa fulltrúa erlends herliðs í nefnd til að fjalla um samstarf við íslenskar stofnanir, stofnanir sem ekkert hafa haft með hermennsku að gera eða undirbúning þar að lútandi.