Sjúkratryggingar
Fimmtudaginn 07. mars 1991


     Fyrirspyrjandi (Pálmi Jónsson) :
    Virðulegi forseti. Aðeins um þessa síðasttöldu leið til sparnaðar, kostnaðarþátttöku sjúklingsins. Sjúklingur sem þarf að kaupa dýru lyfin --- og hann ræður því ekki sjálfur hvaða sjúkdóm hann fær eða hvaða læknisaðferðum er beitt --- en ef þátttaka sjúklings í þessum lyfjum vex svo að leiðir til sparnaðar þá er það fyrir það að hann treystir sér ekki til að kaupa.