Útflutningsráð Íslands
Mánudaginn 11. mars 1991


     Halldór Blöndal :
    Herra forseti. Þetta frv. lætur lítið yfir sér. Það er smálagfæring á lögum sem samþykkt voru á síðasta Alþingi, stjfrv. sem þá var samþykkt. Eins og hér stendur er frv. þetta samið í samvinnu þriggja ráðuneyta, utanríkis-, viðskipta- og fjármálaráðuneytis.
    Þó svo að í frv. felist ekki annað en lítilfjörleg leiðrétting er af einhverjum undarlegum ástæðum sem ég ekki skil gripið til þess að biðja þingnefnd að flytja frv., sem er sjálfsagt. Það eru fleiri slík frv. á leiðinni. Fyrir skömmu flutti hæstv. sjútvrh. frv. til laga um breytingar á lögum sem allir þingmenn ríkisstjórnarinnar stóðu að því að lögfesta á síðasta þingi en ekki var samkomulag um innan ríkisstjórnarinnar. Stundum kemur upp á yfirborðið hvers vegna ríkisstjórninni kemur ekki saman. Í sambandi við frv. hefur það enn ekki komið í ljós hvernig á því megi standa að ríkisstjórnin treystir sér ekki til að standa að frv. sem stjfrv.