Frv. um fæðingarorlofsgreiðslur
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Halldór Blöndal :
    Herra forseti. Það er auðvitað ágæt tilbreyting sem við höfum orðið vör við þessa síðustu daga að ráðherrar eru að lýsa efnisafstöðu til mála undir dagskrárliðnum um þingsköp og hefði kannski verið rétt að taka þann hátt upp fyrr að ræða um þingsköp í þeirri von að ráðherrar væru þá málglaðari en stundum hefur verið hér í deildinni.
    En ég vildi þakka ráðherra fyrir þær góðu undirtektir sem hann lét í ljós við mína málaleitan að þingmenn tækju málið fyrir þannig að efnisleg afstaða gæti legið fyrir og þingdeildin síðan skorið úr um það hvort hún telur frv. lífvænlegt eða ekki.