Ferill 26. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 26 . mál.


Sþ.

26. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um framkvæmd flugmálaáætlunar.

Frá Agli Jónssyni.



Hver er ástæða þess að eftirtöldum framkvæmdum í Austurlandskjördæmi hefur samkvæmt bréfi flugmálastjóra til fjárveitinganefndar ýmist verið frestað eða þær felldar niður árið 1990:


    Egilsstaðir, ný flugbraut     
30,0 millj. kr.

    Vopnafjörður, tækjageymsla, flutningur     
4,8 millj. kr.

    Bakkafjörður, lenging flugbrautar     
5,5 millj. kr.

    Fáskrúðsfjörður, flugbraut     
7,9 millj. kr.

    Borgarfjörður, öryggissvæði     
3,4 millj. kr.

         
_______________

     Samtals     
51,6 millj. kr.


Hvar eru fengnar heimildir til að víkja frá flugmálaáætlun sem afgreidd var á Alþingi 4. maí sl., eins og að framan er greint?