Ferill 48. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 48 . mál.


Sþ.

48. Tillaga til þingsályktunar



um flutning varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Flm.: Ellert Eiríksson, Ólafur G. Einarsson, Salome Þorkelsdótt

ir,

Hreggviður Jónsson.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta flytja svo fljótt sem kostur er varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins frá núverandi aðsetri til Keflavíkur.


G r e i n a r g e r ð .


    Varnarmálaskrifstofan fjallar um mál er snerta framkvæmd varnarsamningsins milli Íslands og Bandaríkjanna, sbr. lög nr. 110/1951, einnig lagaframkvæmd á varnarsvæðunum, þar á meðal lögreglumál og dómsmál, tollamál, póst- og símamál, ratsjárstöðvamál, heilbrigðismál og félagsmál, sbr. lög nr. 106/1054.
    Verkefni skrifstofunnar eru:
     Málefni er varða framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna, sbr. lög nr. 110/1951.
     Herfræðileg og hertæknileg málefni er lúta að upplýsingaöflun og rannsóknum þannig að hægt sé hverju sinni að leggja hlutlægt íslenskt mat á hernaðarstöðu landsins, varnarþörfina og fyrirkomulag varnanna.
     Þátttaka í starfi hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins. Samstarf við varnarliðið og yfirherstjórn Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi (SACLANT) um gerð áætlana varðandi varnir Íslands. Samskipti við varnarmálaráðuneyti ríkja eftir ákvörðun utanríkisráðherra.
     Skýrslugjöf og ráðgjöf fyrir ríkisstjórnina.
     Samstarf við almannavarnaráð og landhelgisgæslu.
     Yfirstjórn ríkisstofnana sem starfa á eða eru í tengslum við varnarsvæðin og heyra undir utanríkisráðherra, sbr. lög nr. 106/1954, sbr. auglýsingu nr. 961/1969.
     Eftirlit með verktökum og þjónustuaðilum er starfa á varnarsvæðum. Samskipti við nágrannasveitarfélög sem eru í nábýli við varnarsvæðin og stofnanir og aðila er hafa hagsmuna að gæta vegna veru varnarliðsins.