Ferill 15. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 15 . mál.


Sþ.

64. Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Geirs H. Haarde og Hallórs Blöndals um niðurstöður varðandi varaflugvöll Atlantshafsbandalagsins.



    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Liggur fyrir formleg niðurstaða Atlantshafsbandalagsins varðandi ósk þess um varaflugvöll á Íslandi?

    Vitað er að um nokkurt skeið hefur farið fram endurmat á varnarviðbúnaði Atlantshafsbandalagsins í ljósi atburða í Sovétríkjunum og ríkjum Mið - og Austur - Evrópu. Viðræður um takmörkun vígbúnaðar hafa skilað umtalsverðum árangri og hafa aðildarríki bandalagsins dregið saman seglin í varnarmálum að undanförnu.
    Við þessar aðstæður kemur vart á óvart að innan bandalagsins skuli þykja ástæða til að hægja á nýjum varnarframkvæmdum. Utanríkisráðherra barst í júlí síðastliðnum bréf yfirmanns Atlantshafsflota Atlantshafsbandalagsins (SACLANT) þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að hætt hefði verið við frekari áætlanir um varaflugvöll Atlantshafsbandalagsins á Norður - Atlantshafi. Í bréfinu kom fram að SACLANT mundi ekki óska eftir fjárstuðningi Mannvirkjasjóðs bandalagsins við framkvæmdir við slíkan varaflugvöll í framtíðinni.
    Formleg niðurstaða Atlantshafsbandalagsins varðandi ósk þess um varaflugvöll á Íslandi liggur því fyrir.