Ferill 150. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 150 . mál.


Sþ.

156. Tillaga til þingsályktunar



um fullgildingu bókunar við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

(Lögð fyrir Alþingi á 113. löggjafarþingi 1990.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda aðra valfrjálsa bókun um afnám dauðarefsingar við samninginn frá 19. desember 1966 um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem gerð var í New York 15. desember 1989.

A t h u g a s e m d i r v i ð þ i n g s á l y k t u n a r t i l l ö g u þ e s s a .


    Samningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi var samþykktur á 21. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og lagður fram til undirritunar þar 19. desember 1966. Samningurinn var undirritaður af Íslands hálfu 30. desember 1968. Hann var fullgiltur 22. ágúst 1979 samkvæmt heimild í ályktun Alþingis 8. maí 1979, sbr. auglýsingu í C - deild Stjórnartíðinda nr. 10/1979, þar sem samningurinn er birtur. Á sama tíma gerðist Ísland einnig fullgildur aðili valfrjálsrar bókunar við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.
    Hinn 15. desember 1989 var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna önnur valfrjáls bókun við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi varðandi afnám dauðarefsingar. Bókunin er birt sem fylgiskjal með tillögu þessari.
    Í 1. gr. bókunarinnar segir að dauðarefsingu skuli ekki framfylgt innan lögsögu aðildarríkis. Samkvæmt 2. tölul. 1. gr. skal aðildarríki beita öllum nauðsynlegum ráðum til þess að afnema dauðarefsingu innan lögsögu sinnar. Undantekningu má gera þegar um er að ræða hernaðarleg brot mjög alvarlegs eðlis sem framin eru á stríðstímum, sbr. 2. tölul. 2. gr. bókunarinnar.
    Í 4. og 5. gr. bókunarinnar eru ákvæði um kæruheimildir gagnvart aðildarríki.
    4. gr. fjallar um lögbæri mannréttindanefndarinnar til þess að taka við og athuga erindi þegar aðildarríki heldur því fram að annað aðildarríki framfylgi ekki skyldum sínum. Ísland hefur skv. 41. gr. samningsins viðurkennt vald nefndarinnar þar að lútandi að því er varðar ákvæði samningsins og mun viðurkenna það vald einnig vegna ákvæða bókunarinnar.
    5. gr. fjallar hinsvegar um lögbæri nefndarinnar til að athuga erindi frá einstaklingum. Ísland hefur einnig viðurkennt vald nefndarinnar í því skyni gagnvart skuldbindingum í samningnum og mun viðurkenna þennan rétt að því er varðar bókunina. Sambærilegar kæruheimildir eru í Mannréttindasáttmála Evrópu um rétt mannréttindanefndarinnar til þess að taka við kærum frá einstaklingum og aðildarríkjum um meint mannréttindabrot samningsríkjanna.
    Dauðarefsing var numin úr íslenskum lögum árið 1928, sbr. 1. gr. laga nr. 51/1928, og hafði henni þá ekki verið beitt í langan tíma. Hinn 22. maí 1987 fullgilti Ísland viðbótarsamning nr. 6 við Mannréttindasáttmála Evrópu um afnámdauðarefsingar, frá 28. apríl 1983, sbr. auglýsingu í C - deild Stjórnartíðinda nr. 6/1987, þar sem samningurinn er birtur.
    Af framansögðu verður ekki séð að nokkuð sé því til fyrirstöðu að bókunin verði fullgild af Íslands hálfu.



Fylgiskjal.


REPRÓ