Ferill 122. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 122 . mál.


Sþ.

195. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Eiðs Guðnasonar um kostnað við smíði Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver varð heildarkostnaður við smíði Breiðafjarðarferjunnar Baldurs:
         
    
     smíðakostnaður,
         
    
     hönnunar - og eftirlitskostnaður,
         
    
     fjármagnskostnaður?
     Telur samgönguráðherra eðlilegt að sami aðili annist útboð, hönnun, eftirlit og umboðsstörf fyrir flokkunarfélag?

    Ráðuneytið óskaði eftir því við byggingarnefnd Breiðafjarðarferju, en formaður hennar er Stefán Skarphéðinsson sýslumaður, að hún tæki saman upplýsingar um heildarkostnað við smíði ferjunnar eins og hann liggur fyrir nú og fara upplýsingar hennar hér á eftir. Rétt er að taka fram að smíði ferjunnar er ekki að fullu lokið.

     1. Heildarkostnaður við smíði Breiðafjarðarferju.

a. Smíðakostnaður     
256.849.759 kr.

b. Hönnunar - og eftirlitskostnaður     
12.403.110 kr.

c. Fjármagnskostnaður og annar lántökukostnaður     
144.931.069 kr. 1)
________________

    Samtals
414.183.938 kr.


1) Þar af:
Stimpilgjald, lántökugjald og annar opinber kostnaður við lántöku:          14.082.480 kr.

Gengismunur:          58.623.419 kr.


     2. Útboð, hönnun, eftirlit og umboðsstörf fyrir flokkunarfélag.
    Eðlilegt er að saman fari hönnun og útboð. Útboðslýsing byggist á hönnun og forsendum hönnunar. Það er einnig eðlilegt að þessi sami aðili leggi mat á tilboð vegna þess að mesta þekking á verkefninu á þeim tíma er hjá honum.
    Æskilegt er að óháður aðili annist eftirlitsstörf með verkefnum eins og smíði ferja. Upp geta komið ágreiningsmál milli hönnuðar og verktaka um hönnun eða smíði. Óháður aðili á að jafnaði betra með að leysa slík ágreiningsmál án þess að eigin hagsmunir hönnuðar eða verktaka fái ráðið.
    Heppilegt er að umboðsmaður flokkunarfélags sé óháður aðili þannig að hönnuður, verktaki eða sá er hefur með eftirlit að gera geti ekki í ágreiningsmálum á nokkurn hátt nýtt sér til framdráttar að hann sé umboðsmaður flokkunarfélags.