Ferill 186. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 186 . mál.


Sþ.

214. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um ferðakostnað þingmanna og ríkisstarfsmanna á vegum ráðuneyta og stofnana þeirra.

Frá Stefáni Valgeirssyni.



    Hver var ferðakostnaður hvers alþingismanns og hvers ríkisstarfsmanns vegna ferðalaga til útlanda árið 1989 og 1990 fram til 1. nóvember sl.?
    Óskað er eftir svofelldri sundurliðun:
     Hvað margar ferðir fór hver alþingismaður og hver ríkisstarfsmaður, hvert var farið og hvað lengi dvaldist hann samtals erlendis,
     fargjöld,
     samanlagður gisti - og fæðiskostnaður,
     risna,
     dagpeningagreiðslur, þar með talið álag á þær,
     heildargreiðslur fyrir maka.


Skriflegt svar óskast.