Ferill 190. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 190 . mál.


Sþ.

224. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um opinberar fjársafnanir.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     Hvernig er eftirliti háttað með opinberum fjársöfnunum stofnana og félaga?
     Er gengið eftir því að 7. gr. laga nr. 5/1977, um opinberar fjársafnanir, þar sem kveðið er á um opinbera birtingu á reikningsyfirlitum sé framfylgt? Ef svo er með hvaða hætti er það gert og hvar hafa slík yfirlit verið birt?
     Með hvaða hætti er fylgst með því að söfnunarfé sé notað í þeim tilgangi sem upphaflega var ætlað, sbr. 5. gr. laga nr. 5/1977?
     Eru ríkisstofnanir eða ráðuneyti þátttakendur eða aðilar að slíkum fjársöfnunum? Ef svo er hvaða reglur gilda um þátttöku þeirra og um meðferð þeirra og notkun á söfnunarfé?