Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 72 . mál.


Nd.

240. Nefndarálit



um frv. til l. um brottfall laga og lagaákvæða.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og kallaði formann nefndarinnar, sem samdi frumvarpið, dr. Ármann Snævarr, fyrrv. hæstaréttardómara, á sinn fund. Að auki bárust nefndinni umsagnir dómsmálaráðuneytisins og Lögmannafélags Íslands.
    Nefndin leggur til að gerð verði ein breyting á frumvarpinu, þ.e. að 1. tölul. 24. gr. þess falli brott þar sem opið bréf frá 28. desember 1836 var var fellt úr gildi með lögum nr. 20/1988.
    Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    1. tölul. 24. gr. falli brott.


Alþingi, 5. des. 1990.



Jón Kristjánsson,


form., frsm.

Ólafur G. Einarsson,


fundaskr.

Rannveig Guðmundsdóttir.


Guðni Ágústsson.

Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.

Friðjón Þórðarson.


Ingi Björn Albertsson.