Ferill 202. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 202 . mál.


Sþ.

255. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um skipun í stöðu seðlabankastjóra.

Frá Kristínu Einarsdóttur.



     Hvenær ætlar ráðherra að skipa í stöðu seðlabankastjóra?
     Hvernig verður staðið að undirbúningi að skipan í þá stöðu?
         
    
     Verður staðan auglýst?
         
    
     Er gert ráð fyrir að stjórnmálaflokkar tilnefni hver sinn fulltrúa í stöðuna, sbr. tilnefningu af hálfu forustu Sjálfstæðisflokksins?
     Gilda einhverjar reglur, skráðar eða óskráðar, um að stjórnmálaflokkar eigi rétt á bankastjórastöðum í ríkisviðskiptabönkunum og Seðlabanka Íslands?