Ferill 209. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 209 . mál.


Sþ.

262. Fyrirspurn



til forsætisráðherra um áform um að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi.

Frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni.



     Hvaða áform hafa íslensk yfirvöld nú uppi um að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi, sbr. fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu 6. des. 1990?
     Geta íslensk yfirvöld átt hlut að kynningarátaki Norðmanna um Íslendinginn Leif Eiríksson nema staðinn sé vörður um óskipta arfleifð íslensku þjóðarinnar og fullur sómi sé sýndur sögulegum staðreyndum sem greyptar eru í þjóðarsögu og þjóðarvitund um heimssögulegt afrek Leifs heppna?