Ferill 243. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 243 . mál.


Sþ.

357. Tillaga til þingsályktunar



um áætlun um uppsetningu vegriða.

Flm.: Ingi Björn Albertsson.



    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að móta hið fyrsta áætlun um uppsetningu vegriða í vegakerfi landsins.
    Áætlunina skal leggja fyrir Alþingi eigi síðar en 1. nóvember 1991.

Greinargerð.


    Sá þáttur, sem orðið hefur útundan í uppbyggingu vegakerfis landsmanna, er uppsetning vegriða. Það er reyndar með ólíkindum að jafnmikilvægur þáttur sem þessi skuli ekki vera inni á sérstakri áætlun. Tillögu þessari er ætlað að bæta þar úr.
    Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi vegriða á vegum, t.d. í bröttum fjallshlíðum. Á undanförnum árum hefur vegakerfið stórbatnað og ber að fagna því. Þó þykir flutningsmanni að forvarnastarf megi skipa æðri sess í vegaframkvæmdum landsmanna.