Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 99 . mál.


Ed.

375. Nefndarálit



um frv. til l. um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um málið Guðrúnu Ágústsdóttur, aðstoðarmann menntamálaráðherra, Hauk Vilhjálmsson og Margréti Sigurðardóttur frá Félagi heyrnarlausra, Gunnar Salvarsson, skólastjóra Heyrnleysingjaskólans, Helga Seljan og Ásgerði Ingimarsdóttur frá Öryrkjabandalaginu, Bryndísi Víglundsdóttur, skólastjóra Þroskaþjálfaskólans, og Valgerði Stefánsdóttur, táknmálskennara við Þroskaþjálfaskólann.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Halldór Blöndal var fjarverandi afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. des. 1990.



Eiður Guðnason,


form., frsm.

Guðrún J. Halldórsdóttir,


fundaskr.

Salome Þorkelsdóttir.


Valgerður Sverrisdóttir.

Skúli Alexandersson.

Jón Helgason.