Ferill 100. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 100 . mál.


Nd.

383. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 33/1922, um rétt til fiskveiða í landhelgi Íslands.

Frá meiri hl. sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur rætt frumvarp þetta sem felur í sér að færeysk og grænlensk fiskiskip verði undanþegin ákvæðum laga er banna erlendum fiskiskipum að landa afla sínum í íslenskum höfnum nema með sérstöku leyfi ráðherra.
    Fyrir nefndinni lágu umsagnir um frumvarpið frá 110. löggjafarþingi frá Sjómannasambandi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandinu, Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda, Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Fiskifélagi Íslands.
    Neðri deild afgreiddi þetta frumvarp til efri deildar á síðasta þingi en þar var samþykkt að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar.
    Meiri hl. nefndarinnar mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Minni hl. skilar séráliti.
    Guðni Ágústsson var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. des. 1990.



Hreggviður Jónsson,


fundaskr.

Kristinn Pétursson,


frsm.

Matthías Bjarnason.


Alexander Stefánsson.

Geir Gunnarsson.