Ferill 296. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 296 . mál.


Sþ.

531. Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um „skipulagsnefnd um öryggis - og varnarmál“.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     Hvað veldur því að utanríkisráðherra hefur nýlega skipað nefnd sem samkvæmt skipunarbréfi er m.a. ætlað að samræma áætlanir sem varða:
         „a.      varnar - og liðsdreifingaráætlanir varnarliðsins á Íslandi, varnir hernaðarlega mikilvægra staða,
              b.      birgða - og stjórnstöðvaráætlanir til stuðnings lið a,
              c.      varnar - og liðsaukaáætlanir Atlantshafsbandalagsins á Norður - Atlantshafi,
              d.      stuðningsáætlanir viðtökulands (Host Nation Support Plans),
              e.      neyðaráætlanir Almannavarna ríkisins, fjarskipta - og stjórnkerfi“?
     Hverjir hafa verið skipaðir í þessa nefnd?
     Var haft samráð innan ríkisstjórnar áður en þessi nefndarskipan var ákveðin?