Ferill 329. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 329 . mál.


Sþ.

580. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um „skipulagsnefnd um öryggis - og varnarmál“.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     Hvaða ástæður lágu til þess að dómsmálaráðuneytið hafði með bréfi til utanríkisráðuneytisins 6. sept. 1990 frumkvæði að því að óska eftir að sett yrði á fót svonefnd „skipulagsnefnd um öryggis- og varnarmál“ með aðild bandaríska herliðsins á Keflavíkurflugvelli, sbr. svar utanríkisráðherra í sameinuðu þingi 31. janúar 1991?
     Hvert á að mati dómsmálaráðherra að vera verkefni þessarar nefndar?
     Telur dómsmálaráðherra eðlilegt að tengja starfsemi erlends herliðs við störf íslenskra stofnana, eins og stefnt virðist að með starfi þessarar nefndar?