Ferill 22. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 22 . mál.


Sþ.

587. Nefndarálit



um till. til þál. um skrifstofur heilbrigðismála í kjördæmum landsins.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna sem felur í sér að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa að komið verði á fót í kjördæmum landsins á næstu fjórum árum skrifstofum heilbrigðismála sem sinni m.a. verkefnum fyrir héraðslækna, heilbrigðismálaráð og Tryggingastofnun, svo og fjárhagslegri og faglegri áætlanagerð og eftirliti með heilbrigðisþjónustu á svæðinu.
    Nefndin fékk umsagnir um tillöguna frá eftirtöldum aðilum: Félagi íslenskra sjúkraþjálfa, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, landlæknisembættinu, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjarðadeild Hjúkrunarfélags Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, héraðslækni Norðurlands eystra, Heilbrigðisfulltrúafélagi Íslands, Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Læknafélagi Íslands, Félagi forstöðumanna sjúkrahúsa á Íslandi, Ljósmæðrafélagi Íslands, héraðslækni Vesturlands, Hjúkrunarfélagi Íslands, Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, Matvæla- og næringarfræðingafélagi Íslands, Félagi þroskaþjálfa, héraðslækni Austurlands, stjórn Austurlandsdeildar Hjúkrunarfélags Íslands, Lyfjafræðingafélagi Íslands, Meinatæknafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands, Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Sjúkraliðafélagi Íslands, héraðslækni Norðurlands vestra, Röntgentæknafélagi Íslands, Fjórðungssambandi Norðurlands, héraðslækni Reykjaneshéraðs og borgarlækni.
    Í umsögnunum kemur fram yfirgnæfandi stuðningur við tillöguna. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Birgir Ísl. Gunnarsson var fjarverandi afgreiðslu málsins.

Alþingi, 31. jan. 1991.



Hjörleifur Guttormsson,


form., frsm.

Rannveig Guðmundsdóttir,


fundaskr.

Alexander Stefánsson.


Kristinn Pétursson.

Ásgeir Hannes Eiríksson.

Anna Ólafsdóttir Björnsson.