Ferill 199. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 199 . mál.


Ed.

604. Breytingartillögur



við frv. til l. um búfjárhald.

Frá landbúnaðarnefnd

.

     Við 1. gr. Fyrri málsgrein orðist svo:
                   Tilgangur laga þessara er að tryggja svo sem föng eru á góða meðferð og aðbúnað búfjár í samræmi við þarfir og að það hafi ætíð nægilegt fóður og drykk.
     Við 2. gr.
         
    
     Í stað orðanna „æðstu stjórn“ í 1. mgr. komi: yfirstjórn.
         
    
     Í stað fyrri málsliðar 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Með búfé er í lögum þessum átt við alifugla, geitur, hross, kanínur, loðdýr, nautgripi, sauðfé og svín. Auk þess önnur dýr sem haldin verða til nytja.
     Við 3. gr. Seinni málsliður orðist svo: Landbúnaðarráðherra staðfestir slíka samþykkt að fenginni umsögn Búnaðarfélags Íslands.
     Við 4. gr.
         
    
     Við 1. mgr. bætist við nýr málsliður svohljóðandi: Ef búfjáreigandi verður fyrir atvinnutjóni vegna banns eða takmarkana á búfjárhaldi þannig að bótum varði skal greiða bætur úr sveitarsjóði.
         
    
     3. málsl. 2. mgr. falli brott.
         
    
     Við 3. mgr. bætist: sem og meðferð alls úrgangs sem fellur til.
     Við 6. gr.      Í stað „18 mánaða“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: 16 mánaða.
     Við 7. gr.      Greinin orðist svo:
                   Landbúnaðarráðherra er rétt að gefa út reglugerðir fyrir einstakar búfjártegundir þar sem nánar er kveðið á um atriði er lúta að aðbúnaði og meðferð gripa, gripahúsa þ.m.t. ákvæði um innréttingar, rýmisþörf gripa, loftræstingu, birtu í húsi, fóðurgeymslur og fóðurútbúnað, svo og ákvæði um umhirðu gripa og eftirlit, skráningu á vanhöldum og heilbrigði búfjár og eftirlit með gripum sem ganga úti hluta ársins. Jafnframt er í reglugerð heimilt að kveða á um kröfur til reynslu og þekkingar þeirra sem búfé halda eða hirða.
                   Eftirlit með framkvæmd reglugerða samkvæmt fyrri málsgrein skal falið búfjáreftirliti, sbr. 9. gr.
     Við 9. gr. Í stað orðanna „Héraðsdýralæknar skulu hafa“ í upphafi síðustu málsgreinar komi: Leita skal til héraðsdýralækna um.
     Við 10. gr.
         
    
     Í stað „15. nóvember“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: 1. desember.
         
    
     Í stað orðanna „viðkomandi tegund“ í lok 4. málsl. 1. mgr. komi: einstökum tegundum.
         
    
     Í stað lokamálsliðar 1. mgr. komi þrír nýir málsliðir svohljóðandi: Búfjáreftirlitsmaður skal skrá magn, tegundir, gæði og geymsluaðstöðu alls fóðurs hjá hverjum búfjáreiganda og einnig áform hans um fóðuröflun. Jafnframt skulu gróffóðurbirgðir mældar og skráðar. Búfjáreftirlitsmaður skal einnig fylgjast með beitilandi í byggð á starfssvæði sínu.
         
    
     Í stað orðanna „Skýrslur þessar“ í upphafi 4. málsl. 3. mgr komi: Upplýsingar úr skýrslum þessum.
         
    
     4. mgr. orðist svo:
                        Leiki rökstuddur grunur á að talningu búfjár hafi verið ábótavant er landbún                    aðarráðherra heimilt að ákveða sérstaka talningu búfjár.
     Við 11. gr. Greinin orðist svo:
                   Þegar að lokinni skoðun skal búfjáreftirlitsmaður bera niðurstöður sínar undir eftirlitsmann búnaðarsambands. Komi í ljós að búfjáreiganda skorti hús, fóður eða beit fyrir fénað sinn, vanfóðri hann eða vanhirði skal búfjáreftirlitsmaður tilkynna það sveitarstjórn þegar í stað. Er þá sveitarstjórn skylt að vara þann er hlut á að máli þegar við og gefa honum einnar viku frest til úrbóta. Hafi honum að þeim tíma liðnum ekki tekist að gera þær ráðstafanir sem sveitarstjórn og eftirlitsmaður búnaðarsambands telja fullnægjandi ber sveitarstjórn að útvega honum fóður, hlutast til um fóðrun og umhirðu eða ráðstafa fénaði hans til fóðrunar.
                   Sveitarstjórn eða búfjáreftirlitsmaður í umboði hennar eða aðrir, sem telja meðferð á skepnum brjóta í bága við gildandi lög eða reglur, skulu leita til héraðsdýralæknis. Héraðsdýralæknir skal þá í samráði við yfirdýralækni og innan tveggja sólarhringa meta ástand skepnanna og aðstæður á staðnum í samráði við eða ásamt trúnaðarmanni búnaðarsambands og gefa búfjáreiganda fyrirmæli um ráðstafanir telji þeir það nauðsynlegt. Þar skal veita mest einnar viku frest til úrbóta.
                   Vilji búfjáreigandi eigi hlíta ráðstöfunum búfjáreftirlitsmanns, sveitarstjórnar, trúnaðarmanns búnaðarsambands eða héraðsdýralæknis, eða hefur þær að engu, og fénaður hans líður sakir fóðurskorts, hirðuleysis eða harðýðgi að áliti tveggja eða fleiri þessara aðila er skylt að tilkynna lögreglustjóra það skriflega innan tveggja daga ásamt öllum málavöxtum. Skal hann þá innan viku sjá um að úrbætur fáist í samræmi við dýraverndarlög en búfénu lógað að höfðu samráði við yfirdýralækni ef ekki er annarra kosta völ.
                   Búfjáreigandi, er hlut á að máli, ber allan kostnað af þessum ráðstöfunum.
     Við 12. gr. Greinin orðist svo:
                   Búfjáreftirlitsmaður skal launaður af sveitarsjóði.
                   Sveitarfélögum, þar sem búfjárhald er óheimilt án leyfis, sbr. 2. mgr. 4. gr., er heimilt að innheimta leyfisgjald til að standa undir kostnaði við framkvæmd forðagæslu og búfjáreftirlits, sbr. 9. gr. Skiptist það í grunngjald og gjald fyrir fjölda búfjár hvers eiganda. Gjald þetta skal þó ekki lagt á búfjáreigendur sem halda búfé á lögbýli og eiga þar lögheimili.
                   Landbúnaðarráðherra skal gefa út gjaldskrá fyrir leyfisgjöld skv. 2. mgr. og birta í Stjórnartíðindum .
     Við 14. gr. Við greinina bætist: og lög nr. 53 29. maí 1981, um loðdýrarækt.