Ferill 350. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 350 . mál.


Sþ.

616. Tillaga til þingsályktunar



um málefni Litáens.

Frá utanríkismálanefnd.



    Alþingi ályktar að staðfesta að viðurkenning ríkisstjórnarinnar frá 1922 á sjálfstæði lýðveldisins Litáens er í fullu gildi.
    Alþingi styður ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 23. janúar 1991 að verða við ósk lýðræðislega kjörinna stjórnvalda í Litáen um viðræður um stjórnmálasamband.
    Alþingi felur ríkisstjórninni að leiða málið til lykta með því að taka upp stjórnmálasamband við Litáen svo fljótt sem verða má.

Greinargerð.


    Utanríkismálanefnd hefur á nokkrum undanförnum fundum sínum rætt málefni Litáens og er sammála um að flytja tillögu þessa.